miðvikudagur, nóvember 24

tekur einhver manni eins og maður er?

mér var sagt að ég gerði óraunhæfar kröfur til lífins og fólksins, sérstaklega karlmanna, vegna þess og var orsökin rakin til ofmikils bíómynda gláps sem barn. hvernig sem það er, smá pæling;


Mun einhver taka manni eins og maður í raun og veru er, kærasti það er? Mun hann ekki alltaf reyna að breyta einhverjum litlum hlutum sem að hann telur að geri þig betri fyrir vikið þegar þetta eru í raun og veru bara hlutirnir sem eiga við hann. Svo ef þú heldur bara þínu striki og tekur ekki upp litlu hlutina hans þá pirrast hann yfir því sem þú gerir/gerir ekki þangað til að annaðhvort gefstu upp eða ferð að gera þessa hluti og jafnvel þá geriru þá ekki nógu vel... Hann byrjar með einhverri annarri sem er alveg eins og hann og gerir hlutina eins en fær svo nóg því að enginn vill í raun og veru vera með sjálfum sér og þá fer hann að sakna litlu mismunar fyrri kærustu..... Kannski stretching it en samt. meikar sense ef þið spáið í því.

Hafiði ekki einhvern tíma kynnt einhverjum fyrir t.d. nýrri tónlist og svo verður sú manneskja grúppía hljómsveitarinnar og það fer gífurlega í taugarnar á þér því að þetta var ÞÍN hljómsveit...en samt vilduru að hún færi meira að spá í henni...

kannski bara ekki góð pæling en samt, pæling.

vá, ársafmæli innflutnings mín og Örnu var í dag. sem þýðir....vá, heilt ár.

eftir stóra og mikla ástarsorg þar sem einhver tók hjartað þitt litla og gersamlega henti því af 5 hæða blokk og lét svo flygill detta ofan á það, þorir maður að verða skotin aftur? ég vil ekki einu sinni segja Á....S....T....F.. nei, vá, maður spyr sig er það þess virði? ég reyndar trúi því að það sé það og var að reyna að sannfæra vinkonur mínar um dásemi ástarinnar og hvernig hún á endanum bjargar öllu...

little bit dramatic en þetta stafar allt af því að ég.....

nobody said it was easy....no one ever said it would be this hard....
var að koma af Bridget Jones diary, the edge of reason, fínasta sæta skemmtun þar.

í kjölfar myndarinnar kom ég heim og hóf sjálfsskoðun og bar saman mig og frk. Jones.

Þetta hófst á baðherbergisspeglinu mínum, stelpan sem horfði tilbaka var frekar þreytt með bauga eftir 13 klst setu yfir bókum og ekki alveg nógu hvítar tennur, og já þarf að plokka augabrúnirnar, en hvað um það, þær voru burstaðar og baugakremi frá Clinique skellt á lokin....

þá tók háttastund við. var búin að gleyma Bridget Jones very single nærbuxunum sem ég á og vildi svo vel til að var í, ekki sérlega aðlaðandi, ekki tók betra við. stóð fyrir framan spegilinn að mæla út hvern mm á líkamanum mínum og kleyp nokkrum sinnum í flubbs hér og þar, ekki beint til að mæla það heldur meira bara svona til að láta mig vakna af þeim draumaheimi sem ég lifi í þar sem að ég er með sléttan maga og stelpuvöðva....

skreið upp í rúm með Sebastíani (silfurlitaði maðurinn minn) og hóf miklar pælingar.

við, bridget og ég eigum margt sameiginlegt. eins og karlmenn og mál tengd þeim.og svona að gera okkur reglulega að fíflum. hmmm, held ég sé meira eins og hún heldur en..nei samt ekki, carrie er nú líka tilstaðar.

tók persónuleikapróf, maðurinn minn er Justin Timberlake og ég er apperently að leita mér að sálufélaga, www.emode.com klikkar ekki þegar maður þarf á smá greiningu að halda.

ætla að láta mig svífa inn í land fallegra undirfatnaðar, útlanda og eins rómantísks ævintýris...

svíf ég í draumaland og dagana lofa
litlar mýslur löndin öll
liggja nú og sofa

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sambönd eru um það að mætast á miðri leið.(er manni sagt en er meira satt en maður heldur) Ef þú eða hann viljið breyta hvort öðru eruð þið að leyta að einhverjum öðrum. Það eru litlu hlutirnir sem að fara mest í taugarnar á manni sem að maður elskar mest á endanum. Ég trúi því að það sé einhver handa öllum. En hann er ekki hægt að finna fyrr en maður er alveg tilbúin að gefa sig alla og taka við álíka miklu. Bíómyndir eru góðar til að hverfa úr raunveruleikanum í smá stund og oftar en ekki líður manni betur með sitt líf á eftir þegar maður hefur aðeins dottið í samanburð. En á endanum eru bíómyndir bara skáldskapur um jaaaa kannski drauma einhvers um hverning lífið ætti að vera en hvað er gaman ef að allt er fullkomið og happy endir á hverjum föstudegi. Við værum löngu dáin úr leiðindum. Vertu þú sjálf og þegar þú ert tilbúin þá kemur sá rétti. Þú verður bara að muna að þú veist ekki hvenar það er. Njóttu bara og ekki greina það of mikið það eiðileggur oftar en ekki. KJ

eks sagði...

heu þegar maður loksins finnur það sem maður vill þá er maður ekkert á leiðinni að breyta einu eða neinu, held að aðal vandamálið er bara að maður er alltaf að sæta sig við eitthvað sem maður veit vel að er ekkert endilega það sem verið er að leitast eftir, MY GOD hvað ég væri dauð ef ég hefði ekki bíómyndir og fleira til að létta mér lund ;) en sigga þú verður að fara og skrifa meir ég er orðin hooked og það er kominn föstudagur..... þarf skammtin minn af siggu visku fyrir helgina :)

Nafnlaus sagði...

varstu með einhverja sérstaka hljómsveit eða atvik í huga?? Og hver er KJ?? Þeir sem kommenta ekki undir nafni geta bara haldið k.j.
takk og bless-arna

Sigga Dögg sagði...

sko, hvað er í gangi hérna?
ég held barasta að ég verði að blogga til að útskýra þetta allt saman....

en já...hmm ...takk fyrir viskuorð...